Þingnefnd fjallar um mál Uhunoma

Mál Uhunoma Osayomore hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Nú …
Mál Uhunoma Osayomore hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Nú mun það verða til umfjöllunar hjá Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis innan skamms. mbl.is/Hallur Már

Píratar fóru fram á það við Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag og fengu samþykkt að nefndin kanni meðferð umsókna þolenda mansals um alþjóðlega vernd. Þetta var gert í kjölfar þeirra spurninga sem mál Uhunoma Osayomore hefur vakið um meðferð á umsóknum hælisleitenda hér á landi.

Í tilkynningu flokksins kemur fram að Pírataflokkurinn: „telur nauðsynlegt að kalla til sérfræðinga frá stofnunum og félagasamtökum sem gjörþekkja málaflokkinn og geta veitt nefndarmönnum heildstæða sýn á vandann. Þannig megi finna lausnir sem tryggja sanngjarna og mannúðlega málsmeðferð fyrir fólk í jafn viðkvæmri stöðu.“

Nú hafa 44 þúsund manns skrifað undir áskorun á stjórnvöld um að endurskoða málið. mbl.is