Skjálfti upp á 4 stig í Bárðarbungu

Sigketill í Bárðarbungu.
Sigketill í Bárðarbungu. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti sem mældist 4 að stærð varð í austanverðri Bárðarbungu klukkan 02:29 í nótt. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa mælst en enginn gosórói.

Þetta er stærsti skjálftinn sem hefur mælst síðan 27. september 2020 en sá var 4,8 að stærð samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands. 

Fréttin var uppfærð klukkan 8:14 en áður var talið að skjálftinn hafi verið 4,2 stig. Stærð hans hefur nú verð endurmetin. Skjálfti 1,6 að stærð varð á sama svæði kl. 07:32 í morgun.

mbl.is