Stutt í að rannsókn á andlátinu ljúki

Sundhöll Reykjavíkur.
Sundhöll Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stutt er í að rannsókn ljúki á andlátinu sem varð í Sundhöll Reykjavíkur í janúar.

Búið er að yfirheyra alla sem koma að málinu, sem eru um fimm til sex talsins, og beðið er eftir endanlegri niðurstöðu úr krufningarskýrslu, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tæknideild hefur unnið að málinu með rannsóknardeild. Farið hefur verið yfir hvernig öryggismálum var háttað í sundlauginni. Meðal annars var myndefni úr öryggismyndavélum skoðað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert