Sleginn yfir að íbúðin flæktist í Rauðagerðismálið

Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var staddur í íbúð í …
Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var staddur í íbúð í miðbænum þegar hann var handtekinn. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Leigusali segist sleginn í kjölfar þess að erlendur maður var handtekinn í íbúð á hans vegum í tengslum við skotárás og andlát manns í Rauðagerði í Reykjavík á laugardagskvöld. Íbúðin er í Garðabæ og var leigð ungri konu til skamms tíma. Næsta sem fréttist af íbúðinni hafi verið það að lögregla sé að rannsaka hana og alls óvíst hvenær hann fær að fara þar inn að nýju. 

„Við fáum ekki að fara inn í íbúðina. Fáum bara að heyra það frá lögreglu að málið sé í bið og rannsókn og við fáum ekki að fara þangað þar til því er lokið,“ segir leigusalinn.  

Hann bendir á að eðlilega fái leigusali litlu um það ráðið hver fer inn og út úr íbúðinni.

„Staðan er bara svona og maður getur ekkert gert. Maður er ráðalaus og bíður bara eftir því hvernig málið fer. Það eina sem maður getur gert er að lesa um málið í blöðunum.“

Lögreglan handtók manninn í íbúðinni aðfaranótt laugardags stuttu eftir að skotárásin átti sér stað í Rauðagerði.

Leiðrétting: 22.50

Íbúðin er í Garðabæ en ekki miðbæ eins og fyrst kom fram. 

mbl.is