Veittu enga mótspyrnu við handtöku

Þrír menn voru handteknir í aðgerðum lögreglu á Suðurlandi í …
Þrír menn voru handteknir í aðgerðum lögreglu á Suðurlandi í nótt. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Mennirnir þrír sem handteknir voru á Suðurlandi í nótt í tengslum við aðgerðir lögreglu vegna rannsóknar á manndrápsmáli í Rauðagerði veittu enga mótspyrnu. Þetta herma heimildir mbl.is.  

Hinir handteknu voru Íslendingur auk tveggja útlendinga sem voru staddir í sumarhúsi á Suðurlandi. Mennirnir hafa stöðu sakbornings en ekki liggur fyrir hvort þeim verði haldið lengur en í sólarhring. Eigandi hússins var einnig borinn út í járnum en var fljótlega sleppt. 

Aðgerðirnar voru umfangsmiklar og voru húsleitir gerðar víða. Kölluð var út sérsveit lögreglu auk þess sem lögregluembætti á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi tóku þátt í aðgerðunum. 

Eins og fram hefur komið var albönskum manni ráðinn bani með skotvopni fyrir utan heimili sitt á laugardagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert