Endurmeta stöðuna á Seyðisfirði

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verið er að endurmeta stöðuna á Seyðisfirði varðandi rýmingu í bænum vegna skriðufalla. Veðurstofan hefur setið á fundi vegna málsins og að honum loknum mun hún funda með almannavörnum.

Þetta segir Esther Hlíðar Jensen, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands, og bætir við að engar fregnir hafi borist af nýjum skriðuföllum á svæðinu í dag.

Gefin verður út tilkynning að loknum fundinum með almannavörnum um hvort rýmingu verður aflétt. Að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarna, má reikna með tilkynningunni á næstu klukkustund.

Um 100 íbú­ar í 46 hús­um á Seyðis­firði rýmdu hús sín í gær­kvöldi vegna skriðuhættu á svæðinu. Fyrr um dag­inn hafði rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­starfi við Veður­stof­una og lög­reglu­stjór­ann á Aust­ur­landi, lýst yfir hættu­stigi á svæðinu.

mbl.is