John Snorri og félagar taldir af

Í hlíðum K2. Muhammad Ali Sa­dp­ara og John Snorri Sigurjónsson.
Í hlíðum K2. Muhammad Ali Sa­dp­ara og John Snorri Sigurjónsson. Facebook-síða John Snorra

Fjallgöngumaðurinn John Snorri og félagar hans Juan Pablo Mohr frá Síle og Muhammad Ali Sadpara frá Pakistan eru taldir af. Þetta sagði ráðherra ferðamála í pakistanska héraðinu Gilgit-Baltisan. 

Rúm vika er síðan þeir týndust er þeir reyndu að komast upp á tind K2, sem er sá næsthæsti í heiminum. Mikil leit hefur staðið yfir að þeim, án árangurs.

„Sérfræðingar í veðri, fjallgöngumenn og sérfræðingar frá pakistanska hernum hafa komist að þeirri niðurstöðu að manneskjan geti ekki lifað svona lengi við svona erfiðar aðstæður. Þess vegna erum við að tilkynna að þeir séu látnir,“ sagði ráðherrann Raja Nasir Ali Khan.

Hann bætti við að leit að líkum þeirra muni halda áfram.

„Fjölskyldan mín hefur misst ástríkan föður og pakistanska þjóðin hefur misst frábæran, hugrakkan og reyndan fjallgöngumann,“ sagði Sajid Ali Sadpara, sonur Muhammad Ali Sadpara, við fréttamenn eftir að tilkynningin var birt. 

Neðangreinda tilkynningu birti svo fjölskylda John Snorra nú á öðrum tímanum í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert