Nýir starfsmenn Árvakurs

Ágúst Héðinsson.
Ágúst Héðinsson.

Fjórir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir í stöður hjá Árvakri.

Ágúst Héðinsson verður verkefnastjóri á markaðssviði. Ágúst hefur víðtæka reynslu og hefur gegnt ýmsum störfum, þá sérstaklega tengdum fjölmiðlum og markaðsmálum. Lengi vel starfaði hann sem forstöðumaður útvarpssviðs 365 en einnig Stöðvar 2 Sport og íþróttadeildar. Síðar tók hann við öllum rekstri miðla 365 sem framkvæmdastjóri. Ágúst starfaði um tíma sem markaðsstjóri hjá innflutningsfyrirtækinu Haugen Gruppen. Eftir að Sýn keypti rekstur miðla 365 starfaði hann sem forstöðumaður dagskrársviðs. Ágúst er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

Brynjólfur Löve Mogensson verður verkefnastjóri samfélagsmiðla. Brynjólfur hefur síðastliðin átta ár starfað þvert á samfélagsmiðla, allt frá því að stýra stórum áhrifavaldaherferðum yfir í að framleiða myndbandsefni fyrir stafræna miðla. Sjálfur er hann vinsæll „instagrammari/snappari“ og gefur út efni á samfélagsmiðlum samhliða því að starfa við markaðssetningu á stafrænum miðlum. Brynjólfur starfaði hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Ghostlamp þar sem hann stýrði áhrifavaldaherferðum og síðastliðin þrjú ár hjá stafrænu auglýsingastofunni KIWI sem sérfræðingur á stafrænum miðlum.

Eygló Jónsdóttir verður verkefnastjóri í áskriftardeild. Eygló hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, bæði við fjölmiðla og önnur störf. Hún var á auglýsingadeild Íslenska útvarpsfélagsins og vann að sölu- og markaðsmálum og var síðar m.a. einn af eigendum almannatengslafyrirtækisins Franca. Síðustu ár starfaði hún sem skrifstofustjóri hjá Vefpressunni, síðar Frjálsri fjölmiðlun, útgáfufélagi DV. Eygló er með diploma í markaðssamskiptum og almannatengslum frá HR og markaðs- og útflutningsfræðum frá HÍ.

Klara Íris Vigfúsdóttir tekur við starfi starfsmannastjóra Árvakurs. Klara starfaði sem forstöðumaður flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair frá árinu 2017, sem fólst m.a. í að stýra starfsmannamálum flugfreyja og -þjóna, öryggismálum um borð auk framkvæmdar á allri þjónustu um borð í flugvélum félagsins. Hún starfaði sem forstöðumaður hjá Ferðaskrifstofu Íslands á árunum 2015-2017 og sem framkvæmdastjóri ÍMARK á árunum 2013-2015. Klara er með B.sc. í viðskiptafræði.

Þau eru boðin velkomin til starfa.

Brynjólfur Löve Mogensson.
Brynjólfur Löve Mogensson.
Eygló Jónsdóttir
Eygló Jónsdóttir
Klara Íris Vigfúsdóttir
Klara Íris Vigfúsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert