Hertar reglur á landamærunum tekið gildi

Heilbrigðisstarfsfólk í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Heilbrigðisstarfsfólk í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Hertar reglur á landamærunum vegna kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti.

Ann­ars veg­ar er gerð krafa um að fólk fram­vísi nei­kvæðu PCR-prófi á brott­far­arstað og hins veg­ar hefur fram­kvæmd ým­issa atriða verið bætt. Má þar nefna víðtæk­ari heim­ild­ir til að fólki sé gert að fara í far­sótt­ar­hús, svo sem ef viðkom­andi er smitaður af bráðsmit­andi af­brigði eða get­ur ekki gefið upp nægj­an­lega góðar upp­lýs­ing­ar um bú­setu í sótt­kví. 

Ísland er 14. landið í Evrópu sem skyldar alla komufarþega til að framvísa vottorði um neikvætt kórónuveirupróf.

mbl.is