Ísland eitt öruggasta landið

Ísland eitt öruggasta landið.
Ísland eitt öruggasta landið.

Ísland er með öruggustu löndum Evrópu samkvæmt glæpavísitölu Numbeo. Aðeins fjögur lönd af 40 öðrum Evrópulöndum eru talin lausari við glæpi. Sæti Íslands í röðinni er óbreytt frá vísitölunni í fyrra.

Athygli vekur að Svíþjóð sker sig úr hópi Norðurlanda og er í 4. sæti í Evrópu hvað glæpi varðar. Fer ástandið þar þó lítillega skánandi, en í fyrra var Svíþjóð í 2. sæti og þar á undan í efsta sæti.

Finnland, Danmörk og Noregur þykja mun öruggari, en þó er ástandið í Noregi ögn lakara en hjá hinum.

Meðal annarra granna okkar eru Bretar og Írar meðal þeirra landa þar sem glæpir þykja mestir. Frakkland er í 2. sæti listans, aðeins á eftir Hvíta-Rússlandi þar sem glæpir eru taldir mestir í Evrópu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert