Mál gegn fyrrum lögreglustjóra fellt niður

Rannsókn á máli sem laut m.a. að Ólafi Helga Kjartanssyni, …
Rannsókn á máli sem laut m.a. að Ólafi Helga Kjartanssyni, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, hefur nú verið látin niður falla. mbl.is

Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál gegn fyrrverandi lögreglustjóra Suðurnesja og tveimur starfsmönnum embættisins, saksóknarfulltrúa og skjalastjóra, að því er Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is.

Samkvæmt heimildum mbl.is laut rannsóknin að gagnaleka eða birtingu bréfs sem Ólafur sendi dómsmálaráðuneytinu í sumar en því var jafnframt lekið til Fréttablaðsins. Í bréfinu, sem sent var áður en Ólafur náði samkomulagi við ráðuneytið um framtíð sína, fór hann meðal annars fram á rannsókn á veikindaleyfi tveggja yfirmanna við embættið.

Nokkrar deil­ur höfðu verið inn­an embætt­is lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um um störf Ólafs Helga, sem meðal ann­ars rötuðu í fjöl­miðla síðasta sumar. Lauk þeim með íhlut­un dóms­málaráðherra, sem flutti hann í starf sér­fræðings í mál­efn­um landa­mæra­gæslu hjá dóms­málaráðuneyt­inu. 

mbl.is