Á skíði fyrir norðan í vetrarfríi skólanna

Í Hlíðarfjalli í gær. Margir voru í brekkunum sem eru …
Í Hlíðarfjalli í gær. Margir voru í brekkunum sem eru upplýstar og aðstaðan góð. Ljósmynd/Brynjar Karl Ásgeirsson

Akureyri er staður helgarinnar, en í vetrarfríi grunnskólanna á höfuðborgarsvæðinu hefur leið margra einmitt legið norður í land til skíðaiðkunar eða í aðra skemmtun.

Á vef Vegagerðarinnar mátti sjá mikla og jafna umferð út á land á greiðfærum vegum, utan hvað hálkublettir voru á fjallvegum. Margir fóru svo með flugi til Akureyrar. Air Iceland Connect fór fimm ferðir í gær frá Reykjavík norður með alls um 350 farþega. Einnig var talsvert af farþegum og vel bókað með flugi á aðra áfangastaði félagsins, það er Ísafjörð, Egilsstaði og Vestmannaeyjar.

„Nú er kominn fjöldi fólks í bæinn og frá því heimsfaraldurinn hófst hefur ekki verið jafn mikið að gera í fluginu og nú,“ sagði Ari Fossdal, stöðvarstjóri Air Iceland Connect á Akureyrarflugvelli, í samtali við Morgunblaðið.

„Útlit fyrir talsvert mikinn ferðamannastraum í bæinn, næsta helgi sem er sú síðasta í febrúar lítur líka vel út. Ferðaþjónustufólk sem ég hef talað við segir stöðuna góða og það er greinilega komin útþrá í landann, núna þegar veiruástandinu er að létta,“ segir Ari í umfjöllun um skíðamennsku helgarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »