Engin áform eru um að rífa Oddakirkju

Oddakirkja var reist árið 1924 og þjónar meðal annars íbúum …
Oddakirkja var reist árið 1924 og þjónar meðal annars íbúum á Hellu og í sveitunum í kring. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ekki stendur til að rífa gömlu kirkjuna í Odda á Rangárvöllum þótt þar verði byggð ný kirkja og menningar- og fræðasetur eins og Oddafélagið vill gera.

Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, sagði hvergi hafa komið fram að rífa ætti kirkjuna. Hins vegar hafi verið rætt um hlutverk hennar verði af fyrirhugaðri uppbyggingu.

„Það eiga allir Odda, hann er sameiningartákn hér í Rangárþingi,“ sagði Elína. „Væntanlega verða tvær kirkjur í Odda, verði af þessu. En hvert hlutverk gömlu kirkjunnar verður er ekki ákveðið.“ Hún benti á Hrafnseyri þar sem er gömul kirkja en jafnframt kapella í skólanum og báðar notaðar. Gamla kirkjan í Reykholti stendur enn þótt þar hafi risið ný kirkja.

Elína sagði að Oddafélagið hefði haft samráð við sóknarnefndina í Odda, Biskupsstofu og sveitarstjórnarmenn um áformin. „Þetta eru enn bara fyrstu hugmyndir að uppbyggingu. Það er ekki eins og þetta gerist á morgun,“ segir Elína í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert