Miðar vel miðað við umfang málsins

Samkvæmt heimildum fréttastofu mbl.is er Litháinn, sem handtekinn var á …
Samkvæmt heimildum fréttastofu mbl.is er Litháinn, sem handtekinn var á heimili sínu skömmu eftir morðið, ekki talinn hafa framið verknaðinn sjálfan. mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera með þá í haldi sem tengjast morðinu við Rauðagerði um síðustu helgi og tjáir sig ekki um hvort reikna megi með fleiri handtökum í tengslum við málið. Tveir erlendir ríkisborgarar voru handteknir í gær til viðbótar við átta manns sem sitja þegar í gæsluvarðhaldi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim sem handteknir voru í gær.

Í samtali við mbl.is segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að ekki verði greint nánar frá þjóðerni mannanna tveggja að svo stöddu, en þeir sem þegar sitja í gæsluvarðhaldi eru frá Albaníu, Litháen, Ís­landi, Eist­landi, Rúmeníu, Portúgal og Spáni. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu mbl.is er Litháinn, sem handtekinn var á heimili sínu skömmu eftir morðið, ekki talinn hafa framið verknaðinn sjálfan. Það hafi verið Albani og að á heimili hans hafi fundist ummerki eftir skotvopn. Lögregla hefur ekki staðfest þessar upplýsingar og verst allra fregna.

Margeir segir hins vegar í samtali við mbl.is að rannsókn miði vel miðað við umfang málsins.

Spurður um möguleg tengsl málsins við erlenda glæpastarfsemi og samstarf lögreglunnar við Europol þess efnis segir Margeir að meint samstarf hafi verið blásið upp. Þegar erlendir aðilar væru aðilar að máli væri alltaf send fyrirspurn á Europol.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert