Vilhjálmur vill leiða Suðurkjördæmi

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Sigurður Bogi

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir oddvitasæti flokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri sem fram fer í kjördæminu 29. maí. 

Vilhjálmur greinir frá þessu á facebooksíðu sinni. 

Ásmundur Friðriksson og Páll Magnússon eru auk Vilhjálms þingmenn kjördæmisins. Páll sækist eftir endurkjöri sem oddviti listans, en Vilhjálmur var í þriðja sæti listans fyrir síðustu alþingiskosningar og Ásmundur í öðru. 

Þá hefur Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, tilkynnt að hún sækist eftir 2. til 3. sæti á listanum. Guðbergur Reynisson hefur sömuleiðis tilkynnt að hann sækist eftir 3. sæti og Björgvin Jóhannesson hefur gert slíkt hið sama.  

„Það er mikilvægt að ný kynslóð hasli sér völl og taki forystu í þeim verkefnum sem fram undan eru. Þess vegna vil ég leiða framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og óska eftir fyrsta sætinu í prófkjörinu hinn 29. maí næstkomandi,“ segir Vilhjálmur í framboðstilkynningu sinni. 

NÝ KYNSLÓÐ TIL FORYSTU Kæru vinir í Suðurkjördæmi, Ég man hvernig mér leið þegar ég náði fyrst kjöri á Alþingi, þá...

Posted by Vilhjálmur Árnason on Laugardagur, 20. febrúar 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert