Heiða Guðný vill leiða VG í Suðurkjördæmi

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir. Ljósmynd/Kolbrún Ýr Sturludóttir

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarkona, gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Vinstri-grænna í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heiðu.

Heiða hefur setið í sveitarstjórn Skaftárhrepps í alls 10 ár og verið varaþingmaður VG á yfirstandandi kjörtímabili.

Í fréttatilkynningu segir hún að hennar helstu áherslumál í stjórnmálum séu umhverfismál, jafnrétti og landbúnaður.

Ari Trausti Guðmundsson, oddviti VG í kjördæminu, hefur gefið út að hann ætli að hætta á þingi í lok kjörtímabils. Auk Heiðu hafa Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og fyrrum þingmaður tveggja flokka, og Hólmfríður Árnadóttir gefið kost á sér til að leiða listann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert