Finnur enn hvorki bragð né lykt

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er enn að jafna sig eftir að hafa smitast af Covid-19 fyrir þremur mánuðum.

Hann sagði á uppýsingafundi almannavarna að líkamlegt þrek væri ekki eins og það var áður og óskar ekki neinum að smitast af veirunni.

„Ég er ekki með neitt lyktarskyn og ekki neitt bragðskyn,“ sagði Víðir þegar hann var spurður um ástandið á fundi dagsins.

„Nú eru liðnir þrír mánuðir síðan ég smitaðist. Ég mæli ekki með því við neinn að fá þetta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert