Minni áfengisneysla í fyrra

Fjöldatakmarkanirnar settusvip sinn á skemmtanalífið í fyrra
Fjöldatakmarkanirnar settusvip sinn á skemmtanalífið í fyrra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkuð dró úr áfengisneyslu Íslendinga í fyrra frá árunum á undan, sem kemur mörgum eflaust á óvart í ljósi kórónuveirufaraldursins sem kom upp það ár og reið yfir heimsbyggðina.

Þetta er niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir embætti landlæknis og var birt í Talnabrunni, sem er fréttabréf embættisins.

Þar kemur fram að hlutfallslega dró úr áhættudrykkju milli áranna 2019 og 2020 hjá báðum kynjum og í nær öllum aldurshópum, en áhættudrykkja er reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju, og er mismunandi milli kynja.

Hlutfall karla sem féll undir þá skilgreiningu að stunda áhættudrykkju fór úr 27% árið 2019 í 24% í fyrra, og hlutfall kvenna úr 23% í 20% yfir sama tímabil, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »