Traust á Seðlabanka eykst mikið

Traust á bankanum jókst eftir að Ásgeir Jónsson tók við.
Traust á bankanum jókst eftir að Ásgeir Jónsson tók við. mbl.is/Arnþór Birkisson

Traust á Seðlabanka Íslands hefur aukist mjög ört á síðustu árum samkvæmt mælingu Gallup. Traust til Seðlabankans mjakaðist upp árin eftir bankahrunið, en það tók stökk upp á við í fyrra og tekur aftur stórt stökk upp á við í ár. Í fyrra um 14 prósentustig og núna fer það upp um 17 prósentustig þegar 62% segjast bera mikið traust til Seðlabankans.

„Ég get ekki verið annað en glaður með það,“ segir dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í samtali í Morgunblaðinu í dag. „Við hækkuðum mikið í fyrra og hækkum svo enn frekar nú, erum komin í námunda við lögregluna í trausti almennings.“

Hann kveðst vona að þetta sé til marks um að fjármálakerfið sé að ná fyrri tiltrú og rekur það meðal annars til þess að gagnrýni hafi verið svarað með sameiningu bankans og Fjármálaeftirlitsins, þannig að nú hafi aðeins einn aðili yfirsýn og ábyrgð á fjármálastöðugleika. „Það er því gleðilegt að þessi nýi sameinaði Seðlabanki njóti þessa trausts.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »