Allt að átta stiga hiti í dag

Spáð er hlýnandi veðri í dag.
Spáð er hlýnandi veðri í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag er spáð austan- og norðaustanátt, víða 8 til 15 metrum á sekúndu en sums staðar verður hvassara við fjöll.

Talsverð rigning verður suðaustanlands með morgninum, annars rigning eða slydda með köflum upp úr hádegi og snjókoma inn til landsins norðaustan til.

Hlýnandi, hiti á bilinu 1 til 8 stig síðdegis, mildast við suðurströndina. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld.

Á morgun verða norðaustan 5-13 m/s. Snjókoma eða rigning með köflum, en yfirleitt þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig, en í kringum frostmark norðan- og austanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is