Berglind sækist eftir 2. sæti

Berglind Ósk Guðmundsdóttir.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra fyrir alþingiskosningar 2021. Þetta segir í tilkynningu frá Berglindi. 

Auk þess að vera starfandi lögfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri er Berglind stjórnarmaður Fallorku og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Berglind situr þar að auki í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, í stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna sem og í stjórn Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri og í stjórn ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. 

Segir í tilkynningunni að Berglind vilji leggja áherslur sínar á að efla ungt fólk til góðra verka.  

mbl.is