Einn áfram í gæsluvarðhaldi - tveimur sleppt

Gæsluvarðhald var framlengt í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Gæsluvarðhald var framlengt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Kristinn Magnússon

Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fimmtugsaldri var framlengt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gildir gæsluvarðhaldsúrskurðurinn til 2. mars í tengslum við manndráp í Rauðagerði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þá voru tveir látnir lausir en úrskurðaðir í farbann. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Samkvæmt  heimildum mbl.is var gæsluvarðhaldið framlengt yfir Íslendingi en tveir erlendir menn voru úrskurðaðir í farbann. Koma þeir frá Litháen og Spáni og voru handteknir í sumarhúsi. 

„Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald, eða til þriðjudagsins 2. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni um þar síðustu helgi. Þá voru tveir úrskurðaðir í tveggja vikna farbann, eða til þriðjudagsins 9. mars, vegna málsins, en gæsluvarðhald yfir þeim rann út í dag. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir orðrétt í tilkynningu. 

mbl.is