„Hörkutól vikunnar“ ýtti logandi bíl undir bert

Maðurinn hafði reddað málunum þegar slökkviliðið bar að garði.
Maðurinn hafði reddað málunum þegar slökkviliðið bar að garði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Betur fór en á horfðist við Gránufélagsgötu á Akureyri í kvöld þegar eldur kom upp í bíl í íbúðarhúsnæði. Eigandi húsnæðisins bjargaði málunum með snarheitum. Ýtti hann logandi bílnum úr bílskúr sem er sambyggður vistverum heimilismanna. 

Að sögn Jónas Baldurs Hallssonar varðstjóra hjá Slökkviliðinu á Akureyri var mesta hættan liðin hjá þegar slökkviliðið bar að garði. „Eigandinn var harðari en allt sem er hart og ýtti bara bílnum logandi út. Þetta er hörkutól vikunnar,“ segir Jónas og hlær við.

Að sögn hans notaðist maðurinn við öxlina til að ýta gömlum Pontiac úr húsinu. Að öllum líkindum kviknaði eldurinn vegna eldsneytisleka. Þegar slökkviliðið bar að garði hafði maðurinn tekið fram garðslöngu og ráðið niðurlögum eldsins að mestu leyti. „Þegar við komum var eiginlega ekkert annað að gera en að hjálpa manninum að ýta bílnum aftur inn,“ segir Jónas léttur í bragði.

mbl.is