Læknirinn ekki með gilt starfsleyfi

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja..
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.. mbl.is/Helgi Bjarnason

Læknirinn á Suðurnesjum, sem lögregla og embætti landlæknis rannsaka vegna gruns um vanrækslu og raðar alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts, er ekki með gilt starfsleyfi.

Starfsleyfi lækna eru uppfærð daglega á vef Landlæknis og umræddur læknir er þar hvergi sjáanlegur. Greint var frá málinu á Vísi.

Hann vann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá 2018 til 2020 en embætti landlæknis hóf að skoða störf hans í nóvember 2019 eftir að athugasemdir bárust í kjölfar andláts konu á áttræðisaldri. Konan var ekki lífshættulega veik en hafði verið sett í líknandi meðferð.

Í áliti land­lækn­is kom fram að maður­inn hefði gert mörg og al­var­leg mis­tök á ýms­um sviðum, hvort sem var í grein­ing­um, hjúkr­un eða lífs­lokameðferð.

Í yfirlýsingu HSS vegna málsins frá í gær kemur fram að stofnunin muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að atburðir eins og þessir endurtaki sig.

„Eft­ir að málið kom upp var strax sett­ur enn meiri kraft­ur í að bæta verk­ferla sem snúa að ut­an­um­haldi og eft­ir­fylgni með skjól­stæðing­um heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Lækn­ir­inn sem bar ábyrgð á meðferðinni var sett­ur í leyfi og lét í kjöl­farið af störf­um við stofn­un­ina. Jafn­framt vísaði HSS um­ræddu máli til lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert