Minkaskinn hækka loks í verði

Minkaskinn hafa hækkað um 50-100%.
Minkaskinn hafa hækkað um 50-100%. mbl.is/Helgi Bjarnason

Umskipti eru að verða á heimsmarkaði fyrir minkaskinn eftir nokkur erfið ár. Á netuppboði hjá danska uppboðshúsinu sem nú stendur yfir hefur verið mikil eftirspurn og verðið hækkað um 50-100%.

Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir að verðið á sumum tegundum nálgist framleiðslukostnaðarverð.

Uppboðið er það fyrsta hjá Kopenhagen Fur á þessu sölutímabili. Það átti að vera með fólki í sal en af því gat ekki orðið vegna ferðatakmarkana. Vegna mikillar eftirspurnar frá mörkuðum var ákveðið að hafa netuppboð á helstu tegundum en eingöngu stórum skinnum af fyrsta flokks gæðum.

Þótt uppboðinu sé ekki lokið er ljóst að markaðurinn hefur tekið við sér eftir nokkurra ára lægð vegna offramleiðslu og ládeyðu í sölu vegna kórónuveirufaraldurs. Nánast öll skinn sem boðin hafa verið upp til þessa hafa selst og verðið hefur hækkað mikið, eða frá rúmlega 50 og upp í tæp 100%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert