Rafmagnslaust í fimm tíma í Árneshreppi

Mynd frá vinnu á Trékyllisheiði.
Mynd frá vinnu á Trékyllisheiði. Ljósmynd/Eysteinn

Rafmagn fór af í Árneshreppi snemma í morgun. Viðgerðarmenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru í birtingu í morgun að leita bilunarinnar. Bilunin fannst síðan á Trékyllisheiðinni, en slit var á tólfta staur fyrir norðan björgunarskýlið á heiðinni.

Rafmagn komst svo á aftur klukkan 10:38. Rafmagnslaust var í tæpa fimm tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert