Skólastarf hefur forgang

Skólamunasafn í risi Austurbæjarskóla.
Skólamunasafn í risi Austurbæjarskóla. Kristinn Magnússon

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, benti á, í samtali við mbl.is,  framkvæmd skólastarfs hafi forgang um annað þar sem verið sé að reka skólastarf. 

Mbl.is greindi frá því í gær  fjarlægja ætti skólamunasafn úr risi Austurbæjaskóla 

„Þetta safn er ekki á forræði borgarinnar heldur er þetta áhugahópur sem að hefur safnað þarna munum sem að tengjast skólastarfi og við höfum hvatt til þess að þessir aðilar séu í samstarfi v Borgarsögusafn þannig að það sé verið að varðveita það sem tengist skólastarfi í borginni,“ sagði Helgi. 

Helgi segir það rangt að rýmið sé óhæft til kennslu. Á sömu hæð sé til að mynda að finna textílkennslu og frístundaheimili með sömu lofthæð. Rýmið muni því koma til með að nýtast mjög vel í kennslu. En eins og mbl.is greindi frá í gær er fyrirhugað að rýmið verði íslenskuver fyrir erlenda nemendur.

„En enn og aftur þá er það bara mjög eðlilegt að söfn geymi safnmuni og skólar séu fyrir nemendur. Það er lykilatriði,“ sagði Helgi að lokum. 

mbl.is