WOW-húsið jafnað við jörðu

Sagan hverfur. Höfuðstöðvar WOW prýddu þau orð Paulos Coelhos að …
Sagan hverfur. Höfuðstöðvar WOW prýddu þau orð Paulos Coelhos að ekkert væri ómögulegt. mbl.isþ/Baldur Arnarson

Bleika skrifstofuhúsið í Bríetartúni í Reykjavík var um hríð táknmynd ferðaútrásarinnar.

Þar var flugfélagið WOW air með höfuðstöðvar og gekk reksturinn svo vel að stjórnendur félagsins hugðust reisa nýjar höfuðstöðvar í Kársnesi í Kópavogi og hótel þar við hlið.

Frá niðurrifi hússins.
Frá niðurrifi hússins. Ljósmynd/Friðjón Júlíusson

Eftir mótbyr og niðurskurð fór svo að WOW air hætti starfsemi 28. mars 2019. Við tók hægur bati í ferðaþjónustunni og svo hrun út af kórónuveirufaraldrinum.

Í stað gamla kennileitisins á Höfðatorgi rís atvinnuhúsnæði. Einungis á eftir að byggja síðasta húsið á lóðinni, skrifstofubyggingu á Katrínartúni 6. Það er bygging sem Íþaka ehf. bauð undir húsnæði fyrir Skattinn og skattrannsóknarstjóra ríkisins. Á Höfðatúnsreit er nú þegar að finna fjölbreytta starfsemi, svo sem banka, landlækni, þjóðkirkjuna og mörg svið Reykjavíkurborgar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »