Auglýsa eftir framboðum

Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi auglýsir eftir frambjóðendum til alþingiskosninga sem fram fara í haust. Kosið verður um fjögur efstu sætin á framboðslistanum á kjördæmisþingi. Stuðst verður við reglur um paralista skv. skilgreiningu úr reglum flokksins. 

Frestur til að tilkynna framboð rennur út þriðjudaginn 23. mars kl 23.00. 

Kjördæmisþingið verður haldið rafrænt og rétt til að sitja þingið með atkvæðisrétt eru félagar í Samfylkingunni tilnefndir af sínum aðildarfélögum samkvæmt tilkynningu.

Samfylkingin er með einn þingmann í Norðvesturkjördæmi, Guðjón Brjánsson.

mbl.is