Augnaðgerðum frestað vegna skjálfta

Augnaðgerðum var frestað út daginn í dag vegna skjálftahrinunnar, enda …
Augnaðgerðum var frestað út daginn í dag vegna skjálftahrinunnar, enda nákvæmnisvinna. mbl.is/Jón Pétur

Augnaðgerðum á Landspítala var frestað vegna jarðskjálftahrinu sem fannst vel á  höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta staðfestir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í samtali við mbl.is.

Var aðgerðum frestað út daginn þar sem um er að ræða mikla nákvæmnisvinnu, en ekki fást frekari upplýsingar um frestanir á aðgerðum í aðdraganda jarðskjálftanna.

Öflug­ur skjálfti fannst víða á suðvest­ur­horni lands­ins rétt kl. 10.05 og var af stærðinni 5,7. Aðeins 25 mín­út­um síðar, eða kl. 10.30, varð ann­ar skjálfti og mæl­ist stærð hans nú 5, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni.

Þess má geta að nýr Landspítali verður sérstaklega útbúinn til þess að standa af sér jarðskjálfta þar sem þess hefur verið krafist, að sögn Páls. 

mbl.is