Engin merki um kvikuinnskot og virkni minnkar

Skjálftavirkni er heldur að minnka.
Skjálftavirkni er heldur að minnka. Kort/Veðurstofa Íslands

Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að enn séu engin merki um kvikuinnskot í kjölfar skjálftahrinunnar sem riðið hefur yfir Reykjanes í dag. 

Starfsfólk Veðurstofunnar vinnur nú hörðum höndum við það að yfirfara gögn sem bárust úr mælitækjum í dag. Sökum magns skjálftanna rugluðust mælitæki og verið er að yfirfara gögnin til að laga og endurreikna skjálftastærðir. „Það má gera ráð fyrir heilmikilli vitleysu í skjálftastærðunum. Sjálfvirka kerfið á það til að ruglast vegna magn skjálftanna,“ segir Kristín. 

Hún segir að heldur hafi dregið úr virkninni en hún er áfram bundin við þau svæði á Reykjanesi þar sem magn skjálftanna var hvað mest í dag.  

Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofa Íslands
Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofa Íslands mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það voru miklar færslur í tengslum við skjálftana. Hins vegar sjáum við enn sem komið er engin merki um kvikuinnskot,“ segir Kristín.  

mbl.is