Hrafndís vill leiða lista Pírata

Hrafndís Bára Einarsdóttir.
Hrafndís Bára Einarsdóttir. Ljósmynd/Hrafndís

Hrafndís Bára Einarsdóttir sækist eftir því að leiða lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hrafndísi.

Hún tók þriðja sæti listans fyrir kosningar 2017 og telur þá reynslu mikilvæga í baráttunni sem framundan er.

Hún útskrifaðist árið 2010 með diplómagráðu í leiklist og framkomufræðum frá Kvikmyndaskóla Íslands og 2016 með diplómagráðu í viðburðastjórnun frá ferðamáladeild Háskólans á Hólum. 

Hún hefur starfað með börnun og unglingum, í leiklist, í ýmiskonar menningarstarfsemi, leikstjórn og leikkennslu og fleiru. 

Hún kveðst vilja tilheyra spillingarlausum flokki og því bjóða hún fram krafta sína hjá Pírötum.

Meðal helstu baráttumála hennar eru afnám krónu á móti krónu skerðingar. 

mbl.is