Hvetur fólk til að kynna sér skjálftavarnir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvetur til þess að fólk kynni sér skjálftavarnir Almannavarna á heimasíðu þeirra. Hann kveðst feginn að ekki hafi borist fregnir af miklu hústjóni eða slysum á fólki. 

Guðni sendir íbúum Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðisins kveðjur ásamt því að senda fólki í viðbragðsstöðu kveðju. Hann þakkar þeim fyrir að vinna það mikilvæga starf sem það innir nú af hendi. 

Kæru landsmenn. Gott er að heyra þær fregnir að mikil meiðsl munu ekki hafa orðið á fólki eftir skjáltana miklu fyrr í...

Posted by Forseti Íslands on Miðvikudagur, 24. febrúar 2021
mbl.is