Lokað í Bláfjöllum vegna hættustigs

Það skíðar enginn í Bláfjöllum í kvöld.
Það skíðar enginn í Bláfjöllum í kvöld. mbl.is/Golli

Lokað er á skíðasvæðið í Bláfjöllum að beiðni almannavarna eftir að hættustigi var lýst yfir vegna öfl­ugu jarðskjálfta­hrin­unn­ar sem enn er í gangi á Reykja­nesskaga.

Aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins (AST) fer fram á að skíðasvæðum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað þegar hættustig almannavarna verður virkjað vegna jarðskjálfta,“ segir í tilkynningu á vef skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Áður hafði komið þar fram að lokað er í Skálafelli vegna snjóleysis.

Aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins vill loka skíðasvæðunum til að draga úr áhættu vegna skjálftahrinunnar og koma í veg fyrir að fólk sé á skíðasvæðunum sem eru nálægt upptökum skjálfta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert