Maður féll í sjóinn við Kópavogshöfn

Kópavogshöfn, vestast á Kársnesi.
Kópavogshöfn, vestast á Kársnesi. mbl.is/Golli

Töluverður viðbúnaður var við Kópavogshöfn um klukkan átta í kvöld vegna tilkynningar sem barst um að maður hefði fallið í sjóinn. Kafarar, dælubílar slökkviliðs og sjúkrabílar voru ýmist sendir af stað eða voru í viðbragðsstöðu. Flestir voru þó afturkallaðir þegar fyrsti sjúkrabíll kom á vettvang. 

Þá höfðu viðstaddir komið manninum á þurrt og ekki var talið að hann þyrfti á aðhlynningu að halda. 

Aðgerðir á vettvangi tóku um 20 mínútur að sögn varðstjóra slökkviliðs. 

mbl.is