„Með þeim stærri sem við höfum upplifað“

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. mbl.is/Hanna

Jarðskjálftinn sem varð fyrr í morgun fannst vel í Grindavík, að sögn bæjarstjórans Fannars Jónassonar. Fjöldi snarpra eftirskjálfta hefur fylgt í kjölfarið.

„Við erum orðin ýmsu vön en þetta var samt með þeim stærri sem við höfum upplifað,“ segir Fannar og bætir við að fyrstu skjálftarnir hafi verið frekar langir.

Upptök skjálftans urðu við Fagradalsfjall, sem er ekki langt frá Grindavík.

Skjálftinn varð skammt frá Grindavík.
Skjálftinn varð skammt frá Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fannar hefur verið í sambandi við lögregluna en ekki er talin ástæða til að grípa til sérstakra ráðstafana eins og staðan er núna. Engar fregnir hafa borist af skemmdum.

Hann bætir við að lögreglan hafi farið að skoða stöðu mála á Djúpavatnsleið. Í skjálftahrinu fyrr í vetur hrundi úr fjöllum og niður á veginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert