Mikilvægt að muna – viðbrögð við jarðskjálfta

Yfirlit yfir jarðskjálfta síðustu tvo sólarhringa á Íslandi.
Yfirlit yfir jarðskjálfta síðustu tvo sólarhringa á Íslandi. Kort/Veðurstofa Íslands

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra minnti í hádegisfréttum á K100 og mbl.is á mikilvægi þess að íbúar á þekktum jarðskjálftasvæðum kynni sér ráðlögð viðbrögð og geri ráðstafanir til að draga úr tjóni vegna jarðskjálfta.

Á vef almannavarna er að finna helstu varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta.

Lausamunir festir með kennaratyggjói

Mælt er með að húsgögn, svo sem hillur og skápar séu fest við gólf eða veggi. Einnig er minnt á að festa létta skrautmuni með kennaratyggjói.

Þá er ekki mælt með að þungir munir séu geymdir ofarlega í hillum og að þungur borðbúnaður og hlutir séu geymdir í neðri skápum, helst lokuðum. Einnig er gott að hafa barnalæsingar á skápum.

Mikilvægt er að kynna sér staðsetningu vatnsinntaks og rafmagnstöflum og tryggja hitaveituofna til að koma í veg fyrir leka.

Tryggja aðgang að útvarpi

Festa skal myndir og ljósakrónur í lokaðar lykkjur og tryggja að þungir hlutir geti ekki fallið á svefnstað. Byrgja skal fyrir glugga eða setjið öryggisfilmu á rúður til að koma í veg fyrir skæðadrífu glerbrota ef rúða brotnar. 

Gott er að tryggja aðgang að útvarpi og hafa bæði landbylgju og FM. Bent er á að hægt er að hlusta í bílum. Þá er hægt að hlaða síma í bílum verði rafmagnslaust og fólk hvatt til að senda sms frekar en að hringja til að létta álag á símkerfi, verði hamfarir.

krjúpahalda

Í stórum skjálfta er mikilvægt að muna krjúpa - skýla - halda. Í horni við burðarvegg eða krjúpa undir borð, skýla höfði og halda sér í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert