Myndir hrundu heima hjá Katrínu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Myndir hrundu af veggjum heima hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í jarðskjálftunum í dag. Hún minnir á fólk á að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta og segist sjálf þurfa að festa myndir og lausamuni betur.

Katrín var að þessu sinni stödd á fundi í forsætisráðuneytinu þegar stóri skjálftinn reið yfir,  og á þingflokksfundi á Alþingi þegar skjálftarnir héldu áfram. 

Hún grínaðist með að vera hætt að þora í viðtöl við erlenda fréttamiðla en það hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir að jörð skjálfi á suðausturhorninu. Vísar hún þá í fjarfundaviðtal sem hún var í þegar jarðskjálfti reið yfir sama svæði í október á síðasta ári. Viðbrögð hennar við skjálftanum voru þannig fest á filmu.

mbl.is