Öflugt eldfjall í hvíld

Gervihnattamynd tekin 22. febrúar síðastliðinn. Þá var nánast heiðskírt yfir …
Gervihnattamynd tekin 22. febrúar síðastliðinn. Þá var nánast heiðskírt yfir jöklinum eins og myndin ber með sér. Gervihnattamynd/LANDSAT-8 USGS

Allt var með kyrrum kjörum á Öræfajökli þegar gervitungl fór þar yfir í fyrradag og tók meðfylgjandi mynd. Sporöskjulöguð askja eldfjallsins sést greinilega en hún er 3x4 km að stærð og full af ís.

Megineldstöð þessa eldfjalls er hulin ís og um 20 km í þvermál. Eldfjallið teygir sig hæst í Hvannadalshnjúki sem er hæsti tindur Íslands, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Stór eldgos hafa orðið í toppgíg Öræfajökuls. Eitt slíkt varð árið 1362 og olli það algjörri eyðileggingu í 20 km radíus frá eldstöðinni. Eyðileggingin varð vegna mikilla jökulhlaupa, gjóskufalls og gusthlaupa að því er segir á vefnum islenskeldfjoll.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »