Sjö tilboð í byggingu Kársnesskóla

Kársnesskóli hefur verið jafnaður við jörðu.
Kársnesskóli hefur verið jafnaður við jörðu.

Sjö tilboð bárust í byggingu nýs Kársnesskóla í Kópavogi. Tilboð voru opnuð í útboðskerfi Ríkiskaupa og bárust sjö tilboð í verkið. Verið er að yfirfara tilboðin. Að lokinni yfirferð verður niðurstaðan lögð fyrir bæjarráð Kópavogs. Þetta kemur fram á vef Kópavogsbæjar. 

Nýr Kársnesskóli mun hýsa leikskóla og yngsta stig grunnskóla. Hann stendur við Skólagerði en gamla húsnæði skólans hefur þegar verið rifið. Skólinn verður reistur úr timbureiningum og verður fyrsta Svansvottaða skólabygging landsins.

Fram­kvæmda­áætl­un ger­ir ráð fyr­ir að verklok bygg­ing­ar­inn­ar verði í maí 2023, en nýr Kárs­nesskóli verður 5.750 fer­metr­ar að flat­ar­máli. Þar til skól­inn er ris­inn verða laus­ar skóla­stof­ur nærri Vall­ar­gerði nýtt­ar fyr­ir starf­semi skól­ans, en þær hafa verið í notk­un und­an­far­in ár.

Hér fyrir neðan má sjá tilboðin í verkið.

Tilboðin í verkið.
Tilboðin í verkið.
mbl.is