Öflugur skjálfti fannst víða á suðvesturhorni landsins rétt upp úr klukkan tíu. Fjöldi snarpra eftirskjálfta hefur fylgt í kjölfarið. Fylgst var með frekari þróun mála hér að neðan.
Skjálftinn var af stærðinni 5,7 og átti upptök sín 3,3 kílómetra suð-suðvestur af Keili á Reykjanesskaga, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni.
Skjálftahrina hefur verið í gangi á Reykjanesskaga frá því snemma í morgun.