Skjálftahrina á Reykjanesskaga

Kort samkvæmt nýjustu upplýsingum upp úr klukkan 13.
Kort samkvæmt nýjustu upplýsingum upp úr klukkan 13.

Öflugur skjálfti fannst víða á suðvesturhorni landsins rétt upp úr klukkan tíu. Fjöldi snarpra eftirskjálfta hefur fylgt í kjölfarið. Fylgst var með frekari þróun mála hér að neðan.

Skjálftinn var af stærðinni 5,7 og átti upptök sín 3,3 kílómetra suð-suðvestur af Keili á Reykjanesskaga, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni.

Skjálftahrina hefur verið í gangi á Reykjanesskaga frá því snemma í morgun.

Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á netfrett@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Sokkaleit

Myndir hrundu heima hjá Katrínu

Myndir hrundu af veggjum heima hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í jarðskjálftunum í dag. Hún minnir á fólk á að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta og segist sjálf þurfa að festa myndir og lausamuni betur.
Meira »

Hvítir gufustrókar sjást á svæðinu

Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar frá jarðhitasvæðum hafa sést á svæðinu.
Meira »

Hættustigi lýst yfir

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna vegna öflugu jarðskjálftahrinunnar sem enn er í gangi á Reykjanesskaga.
Meira »

„Þetta var óþægilegt“

„Þetta var óþægilegt, þeir voru svo margir,“ segir Anna María Reynisdóttir, íbúi í Grindavík um skjálftahrinuna sem gerði bæjarbúum svo bylt við í morgun. „Sumum líður illa en aðrir bera sig betur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri en verið er að ákveða næstu skref í viðbrögðum bæjarins.
Meira »

Skjálftarnir geti færst nær borginni

Framkvæmdaráð almannavarna höfuðborgarsvæðisins fundaði fyrir skömmu ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Meira »

Fleiri á þessum nótum

Mikilvægt að muna – viðbrögð við jarðskjálfta

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra minnti í hádegisfréttum á K100 og mbl.is á mikilvægi þess að íbúar á þekktum jarðskjálftasvæðum kynni sér ráðlögð viðbrögð og geri ráðstafanir til að draga úr tjóni vegna jarðskjálfta.
Meira »

Sannspá?

Fyrst kom Eyland og svo lokaðist landið. Næst kom út bókin Eldarnir.

„Þurfum að vera viðbúin stærri skjálftum“

Verið er að meta hvort hækka þurfi viðbúnaðarstig almannavarna vegna jarðskjálfta á Reykjanesi, en undanfarið ár hefur þar verið óvissustig vegna landriss. Slík aðgerð hefur þó í sjálfu sér ekki aðra þýðingu en að menn passi sig betur og fari yfir sína hluti. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.
Meira »

Hvetur fólk til að kynna sér skjálftavarnir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvetur til þess að fólk kynni sér skjálftavarnir Almannavarna á heimasíðu þeirra. Hann kveðst feginn að ekki hafi borist fregnir af miklu hústjóni eða slysum á fólki.
Meira »

Stærsti eftirskjálftinn til þessa

Stærsti eftirskjálftinn til þessa mældist nú fyrir skömmu. Upptök hans voru við Kleifarvatn. Hátt í fimmtíu skjálftar yfir þremur af stærð hafa nú mælst það sem af er degi.
Meira »

4,7 að stærð

Annar öflugur skjálfti sem fannst víða nú klukkan 12.36 mældist 4,7 að stærð samkvæmt bráðabirgðamælingum Veðurstofunnar.

Enn á þó eftir að yfirfara þessar niðurstöður.

Uppfærð frétt

Fékk loftplötu í höfuðið

Starfsmaður í höfuðstöðvum Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík varð undir loftplötu sem losnaði í skjálftanum stóra sem fannst víða á suðausturhorninu í dag.
Meira »

Aðför að framleiðni

Hagfræðingur Viðskiptaráðs: