Skjálftarnir geti færst nær borginni

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Hari

Framkvæmdaráð almannavarna höfuðborgarsvæðisins fundaði fyrir skömmu ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Frá þessu greinir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á Twitter. Búast megi við áframhaldandi skjálftum og mikilvægt sé að huga að forvörnum.

Horft er til þess að skjálftarnir geti færst nær höfuðborgarsvæðinu.

„Markmið dagsins: forvarnir,“ skrifar borgarstjórinn.

mbl.is