Stærsti eftirskjálftinn til þessa

Hverir suður af Kleifarvatni. Mynd úr safni.
Hverir suður af Kleifarvatni. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Stærsti eftirskjálftinn til þessa mældist nú fyrir skömmu. Upptök hans voru við Kleifarvatn.

Stærð skjálftans mældist 4,8.

Reið hann yfir klukkan 12.37 en fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að unnið sé að nánari yfirferð á skjálftavirkninni. Frekari upplýsingar fáist síðar.

Hátt í fimmtíu skjálftar yfir þremur af stærð hafa nú mælst það sem af er degi. Tólf hafa mælst yfir fjórum að stærð.

mbl.is