Tekjusamdráttur upp á 80 milljarða

Í janúar voru 10.460 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli sem er …
Í janúar voru 10.460 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli sem er 93% fækkun samanborið við janúar í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekjur af erlendum ferðamönnum á 4. ársfjórðungi 2020 námu rúmum 8,3 milljörðum samanborið við 88,4 milljarða á sama tímabili árið 2019. Árið 2020 námu tekur af erlendum ferðamönnum 117 milljörðum sem er 75% samdráttur frá fyrra ári þegar tekjurnar voru um 470 milljarðar.

93% fækkun farþega

Í janúar voru 10.460 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli sem er 93% fækkun samanborið við janúar í fyrra þegar brottfarir frá landinu voru 159 þúsund. Brottförum gesta með erlent ríkisfang fækkaði um 96% og Íslendinga um 84%.

Áætlaðar gistinætur á hótelum í janúar voru um 20 þúsund sem er fækkun um 93% samanborið við janúar 2020 þegar gistinætur voru ríflega 291 þúsund að því er segir á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert