Fleiri sprengjuhótanir

Frá aðgerðum lögreglu við MH í morgun.
Frá aðgerðum lögreglu við MH í morgun. mbl.is/KHJ

Lögreglu hafa borist fleiri tilkynningar um sprengjuhótanir í morgun og hefur verið gripið til aðgerða vegna þessa hjá þremur öðrum stofnunum, auk Menntaskólans við Hamrahlíð sem greint var frá í morgun.

Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki þessum hótunum, líkt og kom fram í tilkynningu fyrr í morgun.

mbl.is