Jón býður sig fram í 2. sæti í kraganum

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, gefur kost á sér í 2. sæti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Jón hefur setið á þingi frá árinu 2007 og var hann ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar árið 2017.

„Síðast var haldið prófkjör fyrir kosningarnar 2016, og þá hafnaði ég í öðru sæti og ég sækist eftir sama stuðningi og ég hafði þá,“ segir Jón í samtali við Morgunblaðið.

Hann telur kjörtímabilið hafa verið farsælt, en að vissulega hafi ákveðin glíma falist í því þegar svo ólíkir flokkar taka sér sæti saman í ríkisstjórn. „Það hefur ríkt trúnaður milli formanna flokkanna, sem aftur hefur endurspeglast í trausti í samstarfinu,“ segir Jón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »