Lesblindir oft framúrskarandi

Sylvía Erla Melsted.
Sylvía Erla Melsted. Ljósmynd/Elsa Katrín Ólafsdóttir

„Það sem ýtti mér áfram í heimildarmyndagerðinni var að mig langaði að reyna að kom til móts við krakka sem fá ekki stuðning í skólanum og ekki heldur heima, því það er svo ótrúlega ósanngjarnt að þeir sitji eftir í kerfinu.“

Þetta segir Sylvía Erla Melsteð í Morgunblaðinu í dag en heimildarmynd hennar um lesblindu verður frumsýnd á RÚV í kvöld. Sjálf er Sylvía lesblind og þekkir því vel hvernig er að fara í gegnum skóla og þurfa að hafa miklu meira fyrir náminu en aðrir.

„Þeir krakkar sem eru að takast á við námsörðugleika eru oft algjörlega framúrskarandi á öðrum sviðum, til dæmis þegar kemur að því að skapa. Ég get nefnt dæmi um ótalmargt sem búið var til af skapandi lesblindu fólki, til dæmis ljósaperan, Apple-tölvan, bílar og fleira,“ segir Sylvía Erla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »