Með virkt smit þrátt fyrir neikvætt próf

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Frá 19. febrúar hafa tveir greinst með virkt kórónuveirusmit á landamærunum en annar þeirra var með vottorð um neikvætt PCR-próf fyrir komu til landsins. Skimun á landamærum var hins vegar jákvæð.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Hinn sem greindist jákvæður var ekki með neikvætt PCR-próf.

Þórólfur sagði að það þurfi að fylgjast vel með þessu á næstunni og sérstaklega þá hvort fólk með neikvætt PCR-próf greinist við fyrstu eða aðra landamæraskimun.

„Það mun skipta sköpum upp á framhaldið,“ sagði Þórólfur en núverandi reglur á landamærum eru í gildi til 1. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert