Mikil og flókin vinna við styttinguna

Lögreglumenn. Stytting vinnutíma í vaktavinnu á að taka gildi 1. …
Lögreglumenn. Stytting vinnutíma í vaktavinnu á að taka gildi 1. maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil og flókin vinna á sér stað þessa dagana við að útfæra styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki sem starfar hjá hinu opinbera.

Stytting vinnuviku dagvinnufólks úr 40 klukkustundum í 36 tók gildi um seinustu áramót en stytting vinnutímans hjá starfsmönnum sem vinna vaktavinnu á að taka gildi 1. maí næstkomandi.

Er það mun flóknara verkefni að sögn talsmanna stéttarfélaganna en mikill fjöldi félagsmanna innan aðildarfélaga BSRB vinnur vaktavinnu, m.a. fjöldi starfsmanna innan heilbrigðisgeirans og í stofnunum velferðarþjónustunnar auk heilu starfsstéttanna, s.s. lögreglumanna, fangavarða og starfsmanna tollsins.

„Þetta er heljarmikið mál af því að það munu eiga sér stað verulegar breytingar á kerfinu og er verið að vinna að því alveg á fullu. Þetta snýst ekki eingöngu um að breyta öllum vaktaplönum því það þarf líka að breyta nánast öllum forritum sem halda utan um launamál o.fl.,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »