Neitaði að virða grímuskyldu

Maðurinn neitaði að virða grímuskyldu.
Maðurinn neitaði að virða grímuskyldu. AFP

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í verslun í hverfi 105 á fimmta tímanum í dag.

Þar neitaði viðskiptavinur að virða grímuskyldu. Hann var farinn þegar lögregla kom á vettvang.

Um svipað leyti var bifreið stöðvuð í Vesturbænum en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist hann sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu. Ökumaðurinn er jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna.

Laust fyrir klukkan hálffimm var einnig tilkynnt um þjófnað í Vesturbænum. Ekkert kemur meira fram um málið í dagbók lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina